Gægjuþörfin meiri hjá þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 21:59 Elva Björk Ágústsdóttir er sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin. Vísir Sálfræðikennari segir fólk sem fylgist vel með samfélagsmiðlastjörnum og raunveruleikasjónvarpi hafa meiri „gægjuþörf“ en aðrir. Forvitnin skýrist af áhuga fólks á því að fylgjast með öðrum. Suma dreymi jafnvel um að feta í fótspor áhrifavalda. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira