Kristjana: Erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð Stefán Snær Ágústsson skrifar 29. janúar 2023 22:08 Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Hulda Margrét Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00