Punktur & basta: AC Milan í frjálsu falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 15:00 AC Milan leikmaðurinn Sandro Tonali er hér sparkaður niður á móti Sassuolo. AP/Antonio Calanni Punktur & basta fór yfir leiki helgarinnar í ítalska fótboltanum og þá sérstaklega óvæntan skell AC Milan liðsins. Ítölsku meistararnir í AC Milan eru að upplifa mjög erfiða tíma núna. AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira