Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 12:37 Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira