Krummi í lagi en alls ekki Kisa Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:40 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur borðleggjandi að leggja eigi mannanafnanefnd niður. Vísir/Egill Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“ Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“
Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16
Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43