Umboðsmaður Haaland segir að hann sé eins milljarðs evra virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Erling Haaland í baráttu um boltann við Thomas Partey hjá Arsenal. AP/Dave Thompson Umboðsmaður norska framherjans Erling Braut Haaland hefur gefið út sitt mat á því hvað leikmaðurinn hans ætti að kosta ef allt væri tekið til greina. Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira