Ekki við mótmælendur að sakast hvernig fór við brottvísun Hussein Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. febrúar 2023 11:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri embættisins. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast. Mál Hussein og fjölskyldu vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en þeim var vísað úr landi í fylgd fjölmenns liðs lögreglu í nóvember. Hann kom síðan aftur til landsins í janúar eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Umboðsmaður Alþingis hóf athugun í kjölfarið um framkvæmdina og lauk þeirri athugun í gær. Í svari embættis ríkislögreglustjóra um málið kom meðal annars fram að mótmæli hafi haft áhrif á upprunalegar áætlanir lögreglu og að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Sema Erla Serdar, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, er meðal þeirra sem furðar sig á svarinu en hún segir í færslu á Facebokk að ríkislögreglustjóri ljúgi upp á almenning. Mótmælin sem um ræðir hafi verið fámenn, þau hafi verið að sýna fjölskyldunni stuðning, og fráleitt að þau hafi ógnað öryggi. „Það er auðvitað hlægilegt að Ríkislögreglustjóri skulu halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili öruggleg fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað "tryggt öryggi" Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum,“ skrifar Sema meðal annars. Gera ekki athugasemdir við friðsamleg og lögleg mótmæli Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að um hafi verið að ræða nauðsynlega aðgerð. „Mótmælin sjálf, það var boðað til þeirra og í kjölfarið gerði lögregla þessar breytingar á sinni aðgerð. Eins og það er orðað í þessu bréfi þá er það þannig að við getum ekki útilokað það að mótmælin verði fjölmennari en þau svo voru,“ segir Gunnar en sömuleiðis hafi verið möguleiki að einhver myndi reyna stöðva brottflutninginn. Fyrstu áætlanir hafi þá gert ráð fyrir að Hussein, sem notast við hjólastól, yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól en það reyndist ekki hægt. „Embætti lögreglustjóra ber náttúrulega ábyrgð á fylgdinni sjálfri og það er ekki við mótmælendur að sakast þó að lögregla breytir sínum aðgerðum vegna mótmæla. Og framkvæmdin, það að ekki hafi verið viðaeigandi bíll til staðar, það er aftur á ábyrgð embættisins,“ segir Gunnar. Hann ítrekar að þau kenni mótmælendum ekki um. „Við gerum ekki athugasemdir við mótmælin sem voru þarna eða friðsamleg og lögleg mótmæli en það er vegna þessara mótmæla sem að lögregla breytti tímasetningum á fylgdinni,“ segir Gunnar. Þannig það voru kannski meira kringumstæðurnar sem hefðu getað skapast frekar en kringumstæðurnar sem voru? „Algjörlega.“ Lögreglan Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Umboðsmaður Alþingis Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Mál Hussein og fjölskyldu vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en þeim var vísað úr landi í fylgd fjölmenns liðs lögreglu í nóvember. Hann kom síðan aftur til landsins í janúar eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Umboðsmaður Alþingis hóf athugun í kjölfarið um framkvæmdina og lauk þeirri athugun í gær. Í svari embættis ríkislögreglustjóra um málið kom meðal annars fram að mótmæli hafi haft áhrif á upprunalegar áætlanir lögreglu og að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Sema Erla Serdar, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, er meðal þeirra sem furðar sig á svarinu en hún segir í færslu á Facebokk að ríkislögreglustjóri ljúgi upp á almenning. Mótmælin sem um ræðir hafi verið fámenn, þau hafi verið að sýna fjölskyldunni stuðning, og fráleitt að þau hafi ógnað öryggi. „Það er auðvitað hlægilegt að Ríkislögreglustjóri skulu halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili öruggleg fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað "tryggt öryggi" Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum,“ skrifar Sema meðal annars. Gera ekki athugasemdir við friðsamleg og lögleg mótmæli Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að um hafi verið að ræða nauðsynlega aðgerð. „Mótmælin sjálf, það var boðað til þeirra og í kjölfarið gerði lögregla þessar breytingar á sinni aðgerð. Eins og það er orðað í þessu bréfi þá er það þannig að við getum ekki útilokað það að mótmælin verði fjölmennari en þau svo voru,“ segir Gunnar en sömuleiðis hafi verið möguleiki að einhver myndi reyna stöðva brottflutninginn. Fyrstu áætlanir hafi þá gert ráð fyrir að Hussein, sem notast við hjólastól, yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól en það reyndist ekki hægt. „Embætti lögreglustjóra ber náttúrulega ábyrgð á fylgdinni sjálfri og það er ekki við mótmælendur að sakast þó að lögregla breytir sínum aðgerðum vegna mótmæla. Og framkvæmdin, það að ekki hafi verið viðaeigandi bíll til staðar, það er aftur á ábyrgð embættisins,“ segir Gunnar. Hann ítrekar að þau kenni mótmælendum ekki um. „Við gerum ekki athugasemdir við mótmælin sem voru þarna eða friðsamleg og lögleg mótmæli en það er vegna þessara mótmæla sem að lögregla breytti tímasetningum á fylgdinni,“ segir Gunnar. Þannig það voru kannski meira kringumstæðurnar sem hefðu getað skapast frekar en kringumstæðurnar sem voru? „Algjörlega.“
Lögreglan Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Umboðsmaður Alþingis Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06