Minden greindi frá því í morgun að Frank Casterns myndi hætta sem þjálfari liðsins eftir tímabilið eftir rúm átta ár hjá félaginu. Aðalsteinn verður eftirmaður hans.
Minden er í sautjánda og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sex stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Sveinn Jóhannsson er nýgenginn í raðir félagsins.
Aðalsteinn hefur verið í Þýskalandi lengst af þjálfaraferilsins. Hann hefur þjálfað Weibern, Kassel, Eisenach, Hüttenberg og Erlangen.