Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 11:10 Héðinn Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“ Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“
Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira