Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 11:10 Héðinn Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“ Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“
Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira