Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 11:10 Héðinn Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“ Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“
Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira