Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. febrúar 2023 07:00 Varaformaður PCOS samtaka Íslands kallar eftir aukinni meðvitund um PCOS heilkennið. Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. Notkun umræddra lyfja hefur stóraukist á undanförnum árum en hér á landi er lyfjunum ávísað við bæði áunninni sykursýki og offitu. Lyfin hafa einnig reynst konum með PCOS vel, þau hjálpa því að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Guðrún er sjálf með PCOS heilkennið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, en hefur þó ekki notað lyfin sjálf „Ég hef ekki persónulega reynslu af því en ég veit að það er mikið verið að nota það í PCOS samfélaginu,“ segir hún í samtali við Vísi. Hægt er að fá lyfjunum ávísað við PCOS. Guðrún segir einmitt að margt sé líkt hjá konum með heilkennið og hjá þeim sem eru með sykursýki 2. „Það er svo margt líkt í gangi þar. Í rauninni er stóraukin áhætta á að fá sykursýki 2 ef maður er með PCOS, það er stóraukin áhætta með hækkandi aldri.“ Leiðinlegur vítahringur Guðrún segir að það sé alls ekki búið að rannsaka PCOS nógu vel. „Enda er allt sem tengist hormónum kvenna hræðilega flókið og eitthvað sem karlmenn upplifa ekki,“ segir hún. Ásamt því er ekki nógu mikið talað um PCOS að mati Guðrúnar. „Það er lítið talað um hann. 75% kvenna með PCOS eru í yfirþyngd. Það er ekkert kúl að vera í yfirþyngd, það er ekki talað fallega um fólk í yfirþyngd í samfélaginu. Þannig þetta er kannski svona hópur sem er ekki duglegur að láta heyra í sér.“ Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða. Einnig segir hún það vera vandamál að þegar konur í ofþyngd fara til læknis þá er þeim sagt að létta sig í stað þess að farið sé í að greina nákvæmlega hvað er að. „Það er nefnilega svo ótrúlega stórt vandamál. Það er það fyrsta sem þú færð: „Þú verður bara að léttast“ - hvað sem vandamálið er,“ segir hún. „Konur með PCOS eiga bara mjög erfitt með að léttast. Fyrir utan það þá er kannski verið að beita óheilbrigðum aðferðum við það og það er miklu óhollara að beita óheilbrigðum aðferðum til að missa kílóin heldur en að vera með of mörg kíló utan á sér. Því það er ekki kílóafjöldinn sem gerir fólk óheilbrigt, þú getur alveg verið heilbrigð manneskja þó þú sért feit.“ Hún bendir þá á að aukin áhætta á átröskun fylgi heilkenninu. „Því þær eru stanslaust að heyra að þær þurfi að grenna sig og þeim tekst það ekki, þetta er leiðinlegur vítahringur.“ Kallar eftir aukinni meðvitund um heilkennið Guðrún telur að leita ætti eftir heilkenninu í auknum mæli hjá konum sem eru í ofþyngd. „Manneskja kemur með alls konar einkenni til mismundi lækna og þessir mismunandi læknar ættu að fatta að þetta gæti verið PCOS og sent manneskjuna á réttan stað. Það þarf að vera meiri meðvitund alls staðar í heilbrigðiskerfinu, ekki bara hjá kvensjúkdómalæknum.“ Þá segir hún slæmt að aðaláherslan sé á frjósemi þegar kemur að PCOS en heilkennið er ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi. „Það hefur alltaf verið svo stór fókus á frjósemi. Það er oftast þá sem þetta uppgötvast, þegar konur eiga erfitt með að verða óléttar. Eða þá að þetta uppgötvist miklu fyrr en konum er þá sagt að koma aftur þegar þær vilja eignast börn. Þetta er svo miklu, miklu meira en það. Þó svo að það sé glatað að eiga í erfiðleikum með að eignast börn þá er líka glatað að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2 og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Lyf Frjósemi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Notkun umræddra lyfja hefur stóraukist á undanförnum árum en hér á landi er lyfjunum ávísað við bæði áunninni sykursýki og offitu. Lyfin hafa einnig reynst konum með PCOS vel, þau hjálpa því að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Guðrún er sjálf með PCOS heilkennið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, en hefur þó ekki notað lyfin sjálf „Ég hef ekki persónulega reynslu af því en ég veit að það er mikið verið að nota það í PCOS samfélaginu,“ segir hún í samtali við Vísi. Hægt er að fá lyfjunum ávísað við PCOS. Guðrún segir einmitt að margt sé líkt hjá konum með heilkennið og hjá þeim sem eru með sykursýki 2. „Það er svo margt líkt í gangi þar. Í rauninni er stóraukin áhætta á að fá sykursýki 2 ef maður er með PCOS, það er stóraukin áhætta með hækkandi aldri.“ Leiðinlegur vítahringur Guðrún segir að það sé alls ekki búið að rannsaka PCOS nógu vel. „Enda er allt sem tengist hormónum kvenna hræðilega flókið og eitthvað sem karlmenn upplifa ekki,“ segir hún. Ásamt því er ekki nógu mikið talað um PCOS að mati Guðrúnar. „Það er lítið talað um hann. 75% kvenna með PCOS eru í yfirþyngd. Það er ekkert kúl að vera í yfirþyngd, það er ekki talað fallega um fólk í yfirþyngd í samfélaginu. Þannig þetta er kannski svona hópur sem er ekki duglegur að láta heyra í sér.“ Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða. Einnig segir hún það vera vandamál að þegar konur í ofþyngd fara til læknis þá er þeim sagt að létta sig í stað þess að farið sé í að greina nákvæmlega hvað er að. „Það er nefnilega svo ótrúlega stórt vandamál. Það er það fyrsta sem þú færð: „Þú verður bara að léttast“ - hvað sem vandamálið er,“ segir hún. „Konur með PCOS eiga bara mjög erfitt með að léttast. Fyrir utan það þá er kannski verið að beita óheilbrigðum aðferðum við það og það er miklu óhollara að beita óheilbrigðum aðferðum til að missa kílóin heldur en að vera með of mörg kíló utan á sér. Því það er ekki kílóafjöldinn sem gerir fólk óheilbrigt, þú getur alveg verið heilbrigð manneskja þó þú sért feit.“ Hún bendir þá á að aukin áhætta á átröskun fylgi heilkenninu. „Því þær eru stanslaust að heyra að þær þurfi að grenna sig og þeim tekst það ekki, þetta er leiðinlegur vítahringur.“ Kallar eftir aukinni meðvitund um heilkennið Guðrún telur að leita ætti eftir heilkenninu í auknum mæli hjá konum sem eru í ofþyngd. „Manneskja kemur með alls konar einkenni til mismundi lækna og þessir mismunandi læknar ættu að fatta að þetta gæti verið PCOS og sent manneskjuna á réttan stað. Það þarf að vera meiri meðvitund alls staðar í heilbrigðiskerfinu, ekki bara hjá kvensjúkdómalæknum.“ Þá segir hún slæmt að aðaláherslan sé á frjósemi þegar kemur að PCOS en heilkennið er ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi. „Það hefur alltaf verið svo stór fókus á frjósemi. Það er oftast þá sem þetta uppgötvast, þegar konur eiga erfitt með að verða óléttar. Eða þá að þetta uppgötvist miklu fyrr en konum er þá sagt að koma aftur þegar þær vilja eignast börn. Þetta er svo miklu, miklu meira en það. Þó svo að það sé glatað að eiga í erfiðleikum með að eignast börn þá er líka glatað að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2 og svo framvegis.“
Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða.
Heilbrigðismál Lyf Frjósemi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira