Potter þvertekur fyrir ósætti við Aubameyang: „Pierre var bara óheppinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:01 Pierre Emerick-Aubameyang er ekki í Meistaradeildarhópi Chelsea en Potter býst þó ekki við vandræðum af hálfu Aubameyang. Vísir/Getty Graham Potter þjálfari Chelsea viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Pierre Emerick-Aubameyang eftir fyrir utan Meistaradeildarhóp Chelsea það sem eftir lifir tímabils. Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira