Með Tvíhöfða á tvíhöfðunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2023 21:31 Sigmar og Inga eru í skýjunum með nýju húðflúrin. Vísir/Einar Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins. Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum. Húðflúr Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum.
Húðflúr Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira