Markahæsti leikmaður Liverpool eftir HM spilar í vörninni hjá Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Wout Faes er sá eini sem hefur skorað meira en tvö mörk fyrir Liverpool í sex deildarleikjum eftir HM og vandamálið er að hann spilar fyrir Leicester City. Getty/Visionhaus Liverpool liðið er óþekkjanlegt þessa dagana og fyrir vikið eru lærisveinar Jürgen Klopp dottnir niður í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira