Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. febrúar 2023 11:27 Guðmundur Björgvin kynnti 150 blaðsíðna langa skýrslu sína á fundi á nefndarsviði þingsins í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi kom fyrir fund nefndarinnar í morgun. Skýrslan hefur verið birt á vef ríkisendurskoðanda og má lesa hér. Hann segir í samtali við fréttastofu að í henni séu að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila. „Þessi skýrsla er ekki að varpa mjög jákvæðu ljósi á stjórnsýsluna í málaflokknum fram að þessu,“ segir Guðmundur. Aðspurður um samanburð hvar Íslandi standi miðað við nágrannalöndin þá sé verk að vinna. Fram kemur í skýrslunni að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. „Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.“ Í áfalli eftir kynninguna Tveir nefndarmenn úr stjórnarandstöðunni voru því sem næst í uppnámi eða reiðir að loknum fundinum. „Ég ætla að viðurkenna það að ég er í áfalli eftir að hafa fengið kynningu á þessari skýrslu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er kolsvört skýrsla um lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit með sjókvíeldi.“ Þórunn segir skýrsluna segja sögu af því hvernig atvinnugrein fái að byggjast upp hér á landi, bæði eftirlitslaust og hömlulaust. Lagaumgjörðin sé svo að reyna að ná í skottið á uppbyggingunni. Sigmar Guðmundsson, nefndarmaður Viðreisnar, tók undir að skýrslan væri kolsvört og kallaði á mikla umfjöllun á næstunni. „Í raun og veru er þetta falleinkunn yfir þessari mikilvægu atvinnugrein, því miður.“ Meðal annarra niðurstaðna Ríkisendurskoðunar Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og leyfa til sjókvíaeldis hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir og helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja. Breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi árin 2014 og 2019 hafa að takmörkuðu leyti náð markmiðum sínum. Hvorki tókst að skapa aukna sátt um greinina né hefur eldissvæðum eða heimildum til að nýta leyfilegan lífmassa á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði eins og til stóð. Leyfisveitingaferli Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar hafa ekki orðið skilvirkari, eftirlit er of dreift og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja. Þá er beiting þvingunarúrræða ómarkviss þrátt fyrir alvarleg og ítrekuð frávik frá ákvæðum leyfa. Tilefni er til að efla eftirlit Matvælastofnunar og tryggja að gjaldtaka stofnunarinnar standi undir kostnaði vegna þess. Talsverð skörun er á milli krafna starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis en athygli vekur hversu takmarkað formlegt samstarf ráðuneyta umhverfis og matvæla hefur verið. Nauðsyn er að bæta úr þessu og koma á ítarlegra samráði. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að færa alla leyfisveitingu í fiskeldi til eins stjórnvalds eða mynda öflug þverstofnanaleg teymi um leyfisveitingarnar. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Hafrannsóknastofnun hafi fasta fjármögnun til að sinna burðarþolsrannsóknum og vöktun. Stofnunin þarf að sækja um styrki í Umhverfissjóð sjókvíaeldis vegna þessara verkefna og keppa um fjármagn til að sinna þessum lögbundnum verkefnum sem eru grundvöllur stjórnvaldsákvarðana. Dæmi eru um að stofnunin hafi ekki fengið úthlutað úr sjóðnum vegna slíkra verkefna. Tryggja þarf að fyrirtæki sem nýta firði eða afmörkuð hafsvæði taki þátt í kostnaði við rannsóknir og vöktun. Fréttin er í vinnslu. Tengd skjöl FiskeldisskýrslaPDF2.4MBSækja skjal Fiskeldi Alþingi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi kom fyrir fund nefndarinnar í morgun. Skýrslan hefur verið birt á vef ríkisendurskoðanda og má lesa hér. Hann segir í samtali við fréttastofu að í henni séu að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila. „Þessi skýrsla er ekki að varpa mjög jákvæðu ljósi á stjórnsýsluna í málaflokknum fram að þessu,“ segir Guðmundur. Aðspurður um samanburð hvar Íslandi standi miðað við nágrannalöndin þá sé verk að vinna. Fram kemur í skýrslunni að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. „Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.“ Í áfalli eftir kynninguna Tveir nefndarmenn úr stjórnarandstöðunni voru því sem næst í uppnámi eða reiðir að loknum fundinum. „Ég ætla að viðurkenna það að ég er í áfalli eftir að hafa fengið kynningu á þessari skýrslu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er kolsvört skýrsla um lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit með sjókvíeldi.“ Þórunn segir skýrsluna segja sögu af því hvernig atvinnugrein fái að byggjast upp hér á landi, bæði eftirlitslaust og hömlulaust. Lagaumgjörðin sé svo að reyna að ná í skottið á uppbyggingunni. Sigmar Guðmundsson, nefndarmaður Viðreisnar, tók undir að skýrslan væri kolsvört og kallaði á mikla umfjöllun á næstunni. „Í raun og veru er þetta falleinkunn yfir þessari mikilvægu atvinnugrein, því miður.“ Meðal annarra niðurstaðna Ríkisendurskoðunar Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og leyfa til sjókvíaeldis hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir og helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja. Breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi árin 2014 og 2019 hafa að takmörkuðu leyti náð markmiðum sínum. Hvorki tókst að skapa aukna sátt um greinina né hefur eldissvæðum eða heimildum til að nýta leyfilegan lífmassa á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði eins og til stóð. Leyfisveitingaferli Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar hafa ekki orðið skilvirkari, eftirlit er of dreift og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja. Þá er beiting þvingunarúrræða ómarkviss þrátt fyrir alvarleg og ítrekuð frávik frá ákvæðum leyfa. Tilefni er til að efla eftirlit Matvælastofnunar og tryggja að gjaldtaka stofnunarinnar standi undir kostnaði vegna þess. Talsverð skörun er á milli krafna starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis en athygli vekur hversu takmarkað formlegt samstarf ráðuneyta umhverfis og matvæla hefur verið. Nauðsyn er að bæta úr þessu og koma á ítarlegra samráði. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að færa alla leyfisveitingu í fiskeldi til eins stjórnvalds eða mynda öflug þverstofnanaleg teymi um leyfisveitingarnar. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Hafrannsóknastofnun hafi fasta fjármögnun til að sinna burðarþolsrannsóknum og vöktun. Stofnunin þarf að sækja um styrki í Umhverfissjóð sjókvíaeldis vegna þessara verkefna og keppa um fjármagn til að sinna þessum lögbundnum verkefnum sem eru grundvöllur stjórnvaldsákvarðana. Dæmi eru um að stofnunin hafi ekki fengið úthlutað úr sjóðnum vegna slíkra verkefna. Tryggja þarf að fyrirtæki sem nýta firði eða afmörkuð hafsvæði taki þátt í kostnaði við rannsóknir og vöktun. Fréttin er í vinnslu. Tengd skjöl FiskeldisskýrslaPDF2.4MBSækja skjal
Fiskeldi Alþingi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira