„Mamma, það er eldur!“ Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 18:02 Eldur kviknaði í herbergi 12 ára drengsins á heimilinu um helgina. Myndin til hægri birti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu um helgina af skemmdunum í herbergi drengsins. Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. „Þetta var náttúrulega bara alveg svakalegt og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir drengsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir eldinn hafa kviknað út frá hleðslutæki í herberginu. Þó hafi ekkert rafmagnstæki verið í hleðslu þá stundina. Helga lýsir því hvernig eldurinn kom upp síðastliðið laugardagskvöld. „Ég er sem sagt heima með börnin okkar þrjú þegar reykskynjarinn fer í gang. Við tólf ára sonur minn rjúkum bæði til og sjáum reyk stíga út úr herberginu hans. Hann drífur sig inn í herbergi og kallar bara: „Mamma, það er eldur!“ Ég rýk þá að herberginu og þá er bara kviknað í kodda í rúminu. Klukkan er þarna að verða 22 á laugardagskvöldi, við vorum bara á leiðinni að horfa á einhvern þátt saman og hafa það huggulegt.“ Áttaði sig á því að hún ætti ekki roð í eldinn Helga segir að á þessum tíma hafi yngsta stelpan hennar verið pínu óróleg og því hafi hún verið inni í herbergi hjá henni. Þá var miðjubarnið hennar farið í rúmið. Þegar hún sá eldinn hljóp Helga af stað og sagði strákunum sínum að drífa sig út á svalir og hringja í Neyðarlínuna. Sjálf ætlaði hún að kljást við eldinn. Helga Sóley ásamt dóttur sinni.Aðsend „Ég fer inn í eldhús, gríp brunavarnateppi og reyni að kæfa eldinn. En hann er bara orðinn of mikill og teygir sig undan teppinu. Þannig ég hleyp inn á bað, ætla að fylla bala, nema hvað ég renn og dett kylliflöt með balann. Þá sé ég bara inn í herbergi að það er kviknað í gardínunni. Þá vissi ég alveg að ég ætti ekki roð í þetta.“ Helga lokaði þá hurðinni að herbergið og dreif sig út á svalir til barnanna sinna: „Ég næ að kasta fötum af borðstofuborðinu í leiðinni, ég hafði fyrr um kvöldið verið að brjóta saman þvott í rólegheitum þar. Þannig að ég næ að kasta fötum í miðjubarnið sem stóð bara úti á nærbuxunum. Þá tek ég við símanum en strákarnir mínir höfðu þá hjálpast að, hringt í Neyðarlínuna og miðlað upplýsingum til þeirra þar til ég tek við símanum.“ Fór aftur inn til að bjarga köttunum Helga ákvað á þessum tímapunkti að fara aftur inn í íbúðina til að reyna að bjarga köttunum sínum en þau eiga tvo ketti, einn fjögurra ára gamlan og annan níu vikna. „Ég finn hvorugan þeirra en svo segir yngri strákurinn minn að eldri kötturinn hafi hlaupið út um leið og ég hljóp út. Við fundum síðan fótsporin þeirra þannig það stemmir alveg,“ segir hún. „Svo bara koma viðbragðsaðilar og þeir bara grípa okkur og halda utan um okkur. Nágrannarnir okkar eru líka dásamlegir, bjóða okkur að koma inn til sín í næsta stigagang og við hinkrum þar á meðan slökkvistörfin standa yfir. Svo kemur rannsóknarlögreglan og er mjög fljót að meta þetta.“ Níu vikna gamli kettlingurinn.Aðsend Nokkru síðar kom svo lögreglukona með góðar fréttir. „Ég veit ekki hvað það líður svo langur tími, hvort það sé hálftími, 45 mínútur eða klukkutími, en þá birtist lögreglukona með kettlinginn minn í fanginu. Þannig að hann fannst, honum var bjargað og hann fékk smá súrefni hjá viðbragðsaðilum. Hann er bara brattur eins og við erum eftir atvikum.“ Ósátt með seinagang hjá Verði Helga er afar ánægð og þakklát viðbragðsaðilunum en sömu sögu er ekki alveg að segja af tryggingafélaginu Verði. Hún segir að þar megi gera betur. „Mér finnst þetta vera í algjörum seinagangi hjá þeim,“ segir hún. „Við erum bara inni á aðstandendum og við vitum ekkert hversu lengi það mun standa yfir. Það kom bara matsmaður áðan til að meta tjónið. Honum brá bara í brún þegar ég sagði honum að þetta hefði gerst á laugardaginn. Því hann sagðist vera verktaki hjá Verði og að hann hefði alveg getað verið kallaður út fyrr. Þannig það er einhver sparnaður í verki sem mér finnst ekki eiga að vera, maður á ekki að spara í svona tilvikum.“ Aleiga drengsins farin Ljóst er að tjónið er mikið og þá sérstaklega hjá elsta stráknum sem á herbergið. „Herbergið er náttúrulega gjörónýtt og allt inni í því. Mikið af sóti og brunalykt af öllu,“ segir Helga „Þetta er örugglega dýrasta herbergið. Við erum að tala um tólf ára dreng sem á sjónvarp, PlayStation, tölvuskjá og fína borðtölvu sem hann fékk bara í lok síðasta árs. Það eru AirPods, iPhone og það er bara allur pakkinn, Nike Jordan skór og Nike Tech föt og allt sem fylgir unglingi í dag. Tjónið er mikið og þá aðallega tilfinningalegt tjón hjá drengnum. Það er rosa erfitt fyrir tólf ára dreng að horfa upp á herbergið sitt og aleiguna fara. Blessunarlega séð var megnið af fötunum hans ýmist í óhreina eða hreina þvottinum. Ég var ekki búin að ganga frá fötunum í skápana hans um kvöldið, sem er lán í óláni. En allar jólagjafirnar og allt saman var þarna.“ Fjölskyldan býr núna tímabundið hjá bróður og mágkonu Helgu. „Við ætlum bara að bæta við rúmi í íbúðina og vera eins og í kommúnu þar til við vitum eitthvað meira. Við erum heppin með fólkið í kringum okkur.“ Garðabær Slökkvilið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara alveg svakalegt og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir drengsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir eldinn hafa kviknað út frá hleðslutæki í herberginu. Þó hafi ekkert rafmagnstæki verið í hleðslu þá stundina. Helga lýsir því hvernig eldurinn kom upp síðastliðið laugardagskvöld. „Ég er sem sagt heima með börnin okkar þrjú þegar reykskynjarinn fer í gang. Við tólf ára sonur minn rjúkum bæði til og sjáum reyk stíga út úr herberginu hans. Hann drífur sig inn í herbergi og kallar bara: „Mamma, það er eldur!“ Ég rýk þá að herberginu og þá er bara kviknað í kodda í rúminu. Klukkan er þarna að verða 22 á laugardagskvöldi, við vorum bara á leiðinni að horfa á einhvern þátt saman og hafa það huggulegt.“ Áttaði sig á því að hún ætti ekki roð í eldinn Helga segir að á þessum tíma hafi yngsta stelpan hennar verið pínu óróleg og því hafi hún verið inni í herbergi hjá henni. Þá var miðjubarnið hennar farið í rúmið. Þegar hún sá eldinn hljóp Helga af stað og sagði strákunum sínum að drífa sig út á svalir og hringja í Neyðarlínuna. Sjálf ætlaði hún að kljást við eldinn. Helga Sóley ásamt dóttur sinni.Aðsend „Ég fer inn í eldhús, gríp brunavarnateppi og reyni að kæfa eldinn. En hann er bara orðinn of mikill og teygir sig undan teppinu. Þannig ég hleyp inn á bað, ætla að fylla bala, nema hvað ég renn og dett kylliflöt með balann. Þá sé ég bara inn í herbergi að það er kviknað í gardínunni. Þá vissi ég alveg að ég ætti ekki roð í þetta.“ Helga lokaði þá hurðinni að herbergið og dreif sig út á svalir til barnanna sinna: „Ég næ að kasta fötum af borðstofuborðinu í leiðinni, ég hafði fyrr um kvöldið verið að brjóta saman þvott í rólegheitum þar. Þannig að ég næ að kasta fötum í miðjubarnið sem stóð bara úti á nærbuxunum. Þá tek ég við símanum en strákarnir mínir höfðu þá hjálpast að, hringt í Neyðarlínuna og miðlað upplýsingum til þeirra þar til ég tek við símanum.“ Fór aftur inn til að bjarga köttunum Helga ákvað á þessum tímapunkti að fara aftur inn í íbúðina til að reyna að bjarga köttunum sínum en þau eiga tvo ketti, einn fjögurra ára gamlan og annan níu vikna. „Ég finn hvorugan þeirra en svo segir yngri strákurinn minn að eldri kötturinn hafi hlaupið út um leið og ég hljóp út. Við fundum síðan fótsporin þeirra þannig það stemmir alveg,“ segir hún. „Svo bara koma viðbragðsaðilar og þeir bara grípa okkur og halda utan um okkur. Nágrannarnir okkar eru líka dásamlegir, bjóða okkur að koma inn til sín í næsta stigagang og við hinkrum þar á meðan slökkvistörfin standa yfir. Svo kemur rannsóknarlögreglan og er mjög fljót að meta þetta.“ Níu vikna gamli kettlingurinn.Aðsend Nokkru síðar kom svo lögreglukona með góðar fréttir. „Ég veit ekki hvað það líður svo langur tími, hvort það sé hálftími, 45 mínútur eða klukkutími, en þá birtist lögreglukona með kettlinginn minn í fanginu. Þannig að hann fannst, honum var bjargað og hann fékk smá súrefni hjá viðbragðsaðilum. Hann er bara brattur eins og við erum eftir atvikum.“ Ósátt með seinagang hjá Verði Helga er afar ánægð og þakklát viðbragðsaðilunum en sömu sögu er ekki alveg að segja af tryggingafélaginu Verði. Hún segir að þar megi gera betur. „Mér finnst þetta vera í algjörum seinagangi hjá þeim,“ segir hún. „Við erum bara inni á aðstandendum og við vitum ekkert hversu lengi það mun standa yfir. Það kom bara matsmaður áðan til að meta tjónið. Honum brá bara í brún þegar ég sagði honum að þetta hefði gerst á laugardaginn. Því hann sagðist vera verktaki hjá Verði og að hann hefði alveg getað verið kallaður út fyrr. Þannig það er einhver sparnaður í verki sem mér finnst ekki eiga að vera, maður á ekki að spara í svona tilvikum.“ Aleiga drengsins farin Ljóst er að tjónið er mikið og þá sérstaklega hjá elsta stráknum sem á herbergið. „Herbergið er náttúrulega gjörónýtt og allt inni í því. Mikið af sóti og brunalykt af öllu,“ segir Helga „Þetta er örugglega dýrasta herbergið. Við erum að tala um tólf ára dreng sem á sjónvarp, PlayStation, tölvuskjá og fína borðtölvu sem hann fékk bara í lok síðasta árs. Það eru AirPods, iPhone og það er bara allur pakkinn, Nike Jordan skór og Nike Tech föt og allt sem fylgir unglingi í dag. Tjónið er mikið og þá aðallega tilfinningalegt tjón hjá drengnum. Það er rosa erfitt fyrir tólf ára dreng að horfa upp á herbergið sitt og aleiguna fara. Blessunarlega séð var megnið af fötunum hans ýmist í óhreina eða hreina þvottinum. Ég var ekki búin að ganga frá fötunum í skápana hans um kvöldið, sem er lán í óláni. En allar jólagjafirnar og allt saman var þarna.“ Fjölskyldan býr núna tímabundið hjá bróður og mágkonu Helgu. „Við ætlum bara að bæta við rúmi í íbúðina og vera eins og í kommúnu þar til við vitum eitthvað meira. Við erum heppin með fólkið í kringum okkur.“
Garðabær Slökkvilið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent