Nýjustu Hafnfirðingarnir leystir út með krúttkörfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2023 14:03 Eitt af krúttunum 347 sem fæddust í Hafnarfirði á árinu 2022. Rakel Dís Steinsdóttir sem fæddist í upphafi árs 2022. Frá áramótunum í fyrra hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. 347 börn fæddust í sveitarfélaginu í fyrra. Framtakinu hefur verið vel tekið, 347 kort hafa verið send út og stór hluti foreldra sótt gjöfina. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna. Byggja á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum Krúttkarfan inniheldur fatnað fyrir barnið, krúttbangsa og tvær bækur, þar sem önnur er hugsuð fyrir foreldrana og hin til lestrar fyrir barnið. Um er að ræða heilgalla, húfu, sokka og smekk sem ber áletrunina Halló Hafnarfjörður. Ákvörðun um fatnað byggði á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum og er endurskoðuð í lok árs um leið í takti við tækifæri og tíðaranda. „Barnadeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar þótti svo fullkominn staður til afhendingar á gjöf enda býður bókasafnið upp á góða aðstöðu fyrir lestur, fræðslu, slökun, spjall og samveru fyrir nýbakaða foreldra og alla aldurshópa,“ segir í tilkynningu. Á póstkortinu er jafnframt QR kóði sem leiðir foreldra inn á sérstaka upplýsingasíðu á vef bæjarins með upplýsingum á bæði íslensku og ensku um þá þjónustu og möguleika sem standa börnum og fjölskyldum til boða í Hafnarfirði. Upplýsingar um söfn bæjarins, gönguleiðir, leikvelli, áhugaverða staði í Hafnarfirði, dagforeldra, leikskóla, viðburði og fleira gagnlegt enda Hafnarfjörður hafsjór möguleika til heilsueflingar, upplifunar og skemmtunar fyrir alla aldurshópa. Framtak sem kalli á gott flæði og samstarf Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í framkvæmd krúttkörfunnar. Nokkrar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar koma að framkvæmd krúttkörfunnar. Þar spila Geitungarnir stærsta hlutverkið. Hér með fulltrúa frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og bókasafni. „Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfunum til bókasafnsins þar sem starfsfólk Bókasafnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra. Mánaðarlega keyrir svo þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar út lista með nýfæddum Hafnfirðingum, póstleggur kort og kemur að vinnslu kynningarefnis, innkaupum og öðrum ákvörðunum í samstarfi við fjölskyldu- og barnamálasvið og þjónustu- og þróunarsvið bæjarins,“ segir í tilkynningu. Krúttkarfan kalli þannig á gott flæði og samstarf á milli a.m.k. fimm starfsstöðva innan bæjarins og hefur ekki bara glatt nýbakaða foreldra heldur einnig skapað Geitungunum aukið tækifæri til atvinnu og fjölbreyttra verkefna. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Framtakinu hefur verið vel tekið, 347 kort hafa verið send út og stór hluti foreldra sótt gjöfina. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna. Byggja á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum Krúttkarfan inniheldur fatnað fyrir barnið, krúttbangsa og tvær bækur, þar sem önnur er hugsuð fyrir foreldrana og hin til lestrar fyrir barnið. Um er að ræða heilgalla, húfu, sokka og smekk sem ber áletrunina Halló Hafnarfjörður. Ákvörðun um fatnað byggði á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum og er endurskoðuð í lok árs um leið í takti við tækifæri og tíðaranda. „Barnadeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar þótti svo fullkominn staður til afhendingar á gjöf enda býður bókasafnið upp á góða aðstöðu fyrir lestur, fræðslu, slökun, spjall og samveru fyrir nýbakaða foreldra og alla aldurshópa,“ segir í tilkynningu. Á póstkortinu er jafnframt QR kóði sem leiðir foreldra inn á sérstaka upplýsingasíðu á vef bæjarins með upplýsingum á bæði íslensku og ensku um þá þjónustu og möguleika sem standa börnum og fjölskyldum til boða í Hafnarfirði. Upplýsingar um söfn bæjarins, gönguleiðir, leikvelli, áhugaverða staði í Hafnarfirði, dagforeldra, leikskóla, viðburði og fleira gagnlegt enda Hafnarfjörður hafsjór möguleika til heilsueflingar, upplifunar og skemmtunar fyrir alla aldurshópa. Framtak sem kalli á gott flæði og samstarf Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í framkvæmd krúttkörfunnar. Nokkrar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar koma að framkvæmd krúttkörfunnar. Þar spila Geitungarnir stærsta hlutverkið. Hér með fulltrúa frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og bókasafni. „Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfunum til bókasafnsins þar sem starfsfólk Bókasafnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra. Mánaðarlega keyrir svo þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar út lista með nýfæddum Hafnfirðingum, póstleggur kort og kemur að vinnslu kynningarefnis, innkaupum og öðrum ákvörðunum í samstarfi við fjölskyldu- og barnamálasvið og þjónustu- og þróunarsvið bæjarins,“ segir í tilkynningu. Krúttkarfan kalli þannig á gott flæði og samstarf á milli a.m.k. fimm starfsstöðva innan bæjarins og hefur ekki bara glatt nýbakaða foreldra heldur einnig skapað Geitungunum aukið tækifæri til atvinnu og fjölbreyttra verkefna.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp