„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“
Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó.
![](https://www.visir.is/i/2E3EC7F12BEF29E89EDAC9E37B4236FE06CC4966062C34AD35C2CAC43AC96B50_713x0.jpg)
Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti.
„Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn.
Eruði bestu vinir?
„Já hann er mjög skemmtilegur sko.“
En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti.
„Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“
Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann.
![](https://www.visir.is/i/38B8EBE1DE0E219D2EA02F06DCF7AEBA16FE78AE212835FE08785ABF7DE48A3D_713x0.jpg)
„Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.