Dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 09:10 Árásin átti sér stað á Selfossi. Vísir/Arnar Tveir karlmenn voru í lok janúar dæmdir í fangelsi og til að greiða miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember árið 2020. Mennirnir tveir réðust þá að þriðja manni og börðu. Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Árborg Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Árborg Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira