Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 19:43 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira
Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira
„Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10
Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29