Mun kæra Steinar Þór vegna ætlaðra brota á siðareglum lögmanna Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2023 14:02 Sigurður Valtýsson og Steinar Þór Guðgeirsson. Sigurður segir það hafa verið undurfurðulegt að fylgjast með málflutningnum; Steinar Þór, lykilpersóna málsins og verjandi, hafi farið í og úr lögmannsskikkjunni, ýmist til að bera vitni sjálfur og svo til að spyrja spurninga. vísir/vilhelm Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar II sem stendur í málaferlum við ríkið og Lindahvol, hefur fullan hug á að kæra Steinar Þór Guðgeirsson til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins vegna ætlaðs brots hans á siðareglum lögmanna. Sigurður er nú staddur erlendis í fríi en er væntanlegur til landsins á morgun og mun þá stilla upp kæru, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Lindarhvolsmálið heldur áfram að vinda upp á sig, það er flókið, marglaga og teygir anga sína víða. Steinar Þór er verjandi ríkisins í málinu en hann er jafnframt einn helsti aðalleikarinn í því. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stofnaði félagið Lindarhvol ehf. til að annast úrvinnslu og umsýslu svokallaðra stöðugleikaeigna ríksins, eignir sem fallið höfðu til ríkisins í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Lögmannsstofunni Íslögum var falið að halda utan um rekstur Lindarhvols en Íslög eru í eigu Steinars Þórs. Hann var jafnframt stjórnarmaður í Klakka (áður Exista) en mál Frigusar gegn ríkinu snýst um sölu á þeirri eign. Hann er þannig vitni í málinu. Telur hópfund lögmannsins með stjórninni afar vafasaman Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Frigusar, vakti athygli á þessari nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði og kom inn á það að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ er haft eftir Arnari Þór í frétt Viðskiptablaðsins en þar segir af því að Arnar Þór hafi óskað eftir því að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Sigurði Valtýssyni segir þetta ekki standast skoðun. „Þetta atvik verður kært. Þessi hópfundur,“ segir Sigurður sem bendir á að ef funda hefði átt með vitni til að rifja upp atvik á þeim forsendum að það vitni væri orðið heilsutæpt þá hefði Steinar átt að geta hitt hann einan. Sigurður Valtýsson við málflutninginn í héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir það fróðlega upplifun. Fyrir lá sérstakur upprifjunarfundur lögmanns og stjórnar Lindarhvols en svo mundu vitnin fátt. vísir/vilhelm „Það var engin ástæða fyrir stjórnina alla að hittast með lögmanni, hvað þá með sitjandi varamanni á þeim tíma, Ester Finnbogadóttur og núverandi hæstaréttardómaranum Ásu Ólafsdóttur, meðstjórnanda í stjórn Lindarhvols. Mér hefur verið bent á að vert sé að senda inn erindi vegna þessa til nefndar um störf dómara en ég er en nú ekki alveg kominn þangað.“ Enginn mundi neitt þrátt fyrir upprifjunarfundinn Sigurður telur ekki úr vegi að ætla að fundurinn hafi snúist um að samræma vitnisburð. „Þetta er svo galið. Svo situr maður í réttarhaldinu og það man samt enginn neitt nema það sem er hagstætt fyrir Lindarhvol. Um hvað var þá þessi upprifjunarfundur? Ég get hlegið að þessu og orðið pirraður í senn. Sérstakur upprifjunarfundur haldinn en samt man enginn neitt nema það sem er hagstætt!?“ Sigurður Valtýsson segir það hafa verið upplifun að fylgjast með málflutningnum. Á köflum eins og í leikhúsi fáránleikans. Steinar Þór hafi verið ríkisverjandinn, vitnið og svo seljandinn í málinu. „Hann mætir í skikkju, klæðir sig svo úr skikkjunni til að fara í vitnastúku, fer svo og klæðir sig aftur í skikkjuna og spyr spurninga.“ Sigurður Valtýsson segir að Steinar Þór hafi verið allt í öllu í starfsemi Lindarhvols þó hann vilji þræta fyrir það núna og gera minna en meira úr sínum hlut. Og þó allt þetta megi heita grátbroslegt er málið grafalvarlegt. Sigurður ætlar að kæruna muni hann senda í lok næstu viku, í það minnsta í þessum mánuði. Sigurður veit ekki hvort það hafi vægi í málinu sem slíku en honum þykir auka á alvarleika þess að Steinar sé settur ríkislögmaður í málinu. Siðareglurnar sem eru undir Vísir hefur rætt við lögmenn um þennan þátt málsins og þeir hafa bent á að fundurinn kunni að stangast á við ákvæði siðareglna lögmanna, nánar tiltekið 21. grein. Þeir mega tala við vitni og fá fram afstöðu en aldrei hafa áhrif á vitnisburð fyrir fram. Framburður vitna er mikilvægur og ekki megi hitta mörg vitni á sama staðnum og láta þau heyra hvert ofan í annað því þá sé hætta á að þau smiti hvert annað með afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum. 21. gr. Lögmaður má ekki stuðla að því, að sönnunargögnum sé spillt eða leynt, en óskylt er honum og óheimilt, gegn banni skjólstæðings, að láta dómstólum í té gögn og upplýsingar, sem skjólstæðingi eru til sakfellis. Lögmanni er óheimilt að leggja fram í dómi sáttatillögur gagnaðila, lagðar fram utan réttar, nema með samþykki hans. Lögmanni er heimilt að hafa samband við vitni í máli til að kanna hvað það getur borið um atvik og, ef því er að skipta, til að gera því kleift að búa sig undir vitnaleiðslu. Sé um að ræða vitni, sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins. Þessa klásúlu var lengi vel ekki að finna í siðareglunum lögmanna en var bætt við að öllum líkindum í kjölfar og vegna hæstaréttardóms sem féll í Al Thani-málinu svokölluðu 12. febrúar 2015. En þar segir meðal annars: „Vegna aðfinnsla, sem fram komu í garð tveggja verjenda ákærðu í niðurlagi hins áfrýjaða dóms og vikið hefur verið að hér áður, er rétt að taka fram að hvorki er í lögum nr. 88/2008 lagt berum orðum bann við því að verjandi eigi samtal við mann, sem ráðgert er að gefi skýrslu sem vitni við aðalmeðferð máls fyrir dómi, né verður ályktað af ákvæðum laganna að hindrun sé lögð við því. Geri verjandi þetta ber honum á hinn bóginn að gæta þess af varfærni að leitast við að hafa engin áhrif á framburð, sem vitni á eftir að gefa.“ Dómsmál Dómstólar Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigurður er nú staddur erlendis í fríi en er væntanlegur til landsins á morgun og mun þá stilla upp kæru, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Lindarhvolsmálið heldur áfram að vinda upp á sig, það er flókið, marglaga og teygir anga sína víða. Steinar Þór er verjandi ríkisins í málinu en hann er jafnframt einn helsti aðalleikarinn í því. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stofnaði félagið Lindarhvol ehf. til að annast úrvinnslu og umsýslu svokallaðra stöðugleikaeigna ríksins, eignir sem fallið höfðu til ríkisins í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Lögmannsstofunni Íslögum var falið að halda utan um rekstur Lindarhvols en Íslög eru í eigu Steinars Þórs. Hann var jafnframt stjórnarmaður í Klakka (áður Exista) en mál Frigusar gegn ríkinu snýst um sölu á þeirri eign. Hann er þannig vitni í málinu. Telur hópfund lögmannsins með stjórninni afar vafasaman Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Frigusar, vakti athygli á þessari nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði og kom inn á það að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ er haft eftir Arnari Þór í frétt Viðskiptablaðsins en þar segir af því að Arnar Þór hafi óskað eftir því að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Sigurði Valtýssyni segir þetta ekki standast skoðun. „Þetta atvik verður kært. Þessi hópfundur,“ segir Sigurður sem bendir á að ef funda hefði átt með vitni til að rifja upp atvik á þeim forsendum að það vitni væri orðið heilsutæpt þá hefði Steinar átt að geta hitt hann einan. Sigurður Valtýsson við málflutninginn í héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir það fróðlega upplifun. Fyrir lá sérstakur upprifjunarfundur lögmanns og stjórnar Lindarhvols en svo mundu vitnin fátt. vísir/vilhelm „Það var engin ástæða fyrir stjórnina alla að hittast með lögmanni, hvað þá með sitjandi varamanni á þeim tíma, Ester Finnbogadóttur og núverandi hæstaréttardómaranum Ásu Ólafsdóttur, meðstjórnanda í stjórn Lindarhvols. Mér hefur verið bent á að vert sé að senda inn erindi vegna þessa til nefndar um störf dómara en ég er en nú ekki alveg kominn þangað.“ Enginn mundi neitt þrátt fyrir upprifjunarfundinn Sigurður telur ekki úr vegi að ætla að fundurinn hafi snúist um að samræma vitnisburð. „Þetta er svo galið. Svo situr maður í réttarhaldinu og það man samt enginn neitt nema það sem er hagstætt fyrir Lindarhvol. Um hvað var þá þessi upprifjunarfundur? Ég get hlegið að þessu og orðið pirraður í senn. Sérstakur upprifjunarfundur haldinn en samt man enginn neitt nema það sem er hagstætt!?“ Sigurður Valtýsson segir það hafa verið upplifun að fylgjast með málflutningnum. Á köflum eins og í leikhúsi fáránleikans. Steinar Þór hafi verið ríkisverjandinn, vitnið og svo seljandinn í málinu. „Hann mætir í skikkju, klæðir sig svo úr skikkjunni til að fara í vitnastúku, fer svo og klæðir sig aftur í skikkjuna og spyr spurninga.“ Sigurður Valtýsson segir að Steinar Þór hafi verið allt í öllu í starfsemi Lindarhvols þó hann vilji þræta fyrir það núna og gera minna en meira úr sínum hlut. Og þó allt þetta megi heita grátbroslegt er málið grafalvarlegt. Sigurður ætlar að kæruna muni hann senda í lok næstu viku, í það minnsta í þessum mánuði. Sigurður veit ekki hvort það hafi vægi í málinu sem slíku en honum þykir auka á alvarleika þess að Steinar sé settur ríkislögmaður í málinu. Siðareglurnar sem eru undir Vísir hefur rætt við lögmenn um þennan þátt málsins og þeir hafa bent á að fundurinn kunni að stangast á við ákvæði siðareglna lögmanna, nánar tiltekið 21. grein. Þeir mega tala við vitni og fá fram afstöðu en aldrei hafa áhrif á vitnisburð fyrir fram. Framburður vitna er mikilvægur og ekki megi hitta mörg vitni á sama staðnum og láta þau heyra hvert ofan í annað því þá sé hætta á að þau smiti hvert annað með afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum. 21. gr. Lögmaður má ekki stuðla að því, að sönnunargögnum sé spillt eða leynt, en óskylt er honum og óheimilt, gegn banni skjólstæðings, að láta dómstólum í té gögn og upplýsingar, sem skjólstæðingi eru til sakfellis. Lögmanni er óheimilt að leggja fram í dómi sáttatillögur gagnaðila, lagðar fram utan réttar, nema með samþykki hans. Lögmanni er heimilt að hafa samband við vitni í máli til að kanna hvað það getur borið um atvik og, ef því er að skipta, til að gera því kleift að búa sig undir vitnaleiðslu. Sé um að ræða vitni, sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins. Þessa klásúlu var lengi vel ekki að finna í siðareglunum lögmanna en var bætt við að öllum líkindum í kjölfar og vegna hæstaréttardóms sem féll í Al Thani-málinu svokölluðu 12. febrúar 2015. En þar segir meðal annars: „Vegna aðfinnsla, sem fram komu í garð tveggja verjenda ákærðu í niðurlagi hins áfrýjaða dóms og vikið hefur verið að hér áður, er rétt að taka fram að hvorki er í lögum nr. 88/2008 lagt berum orðum bann við því að verjandi eigi samtal við mann, sem ráðgert er að gefi skýrslu sem vitni við aðalmeðferð máls fyrir dómi, né verður ályktað af ákvæðum laganna að hindrun sé lögð við því. Geri verjandi þetta ber honum á hinn bóginn að gæta þess af varfærni að leitast við að hafa engin áhrif á framburð, sem vitni á eftir að gefa.“
21. gr. Lögmaður má ekki stuðla að því, að sönnunargögnum sé spillt eða leynt, en óskylt er honum og óheimilt, gegn banni skjólstæðings, að láta dómstólum í té gögn og upplýsingar, sem skjólstæðingi eru til sakfellis. Lögmanni er óheimilt að leggja fram í dómi sáttatillögur gagnaðila, lagðar fram utan réttar, nema með samþykki hans. Lögmanni er heimilt að hafa samband við vitni í máli til að kanna hvað það getur borið um atvik og, ef því er að skipta, til að gera því kleift að búa sig undir vitnaleiðslu. Sé um að ræða vitni, sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins.
Dómsmál Dómstólar Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent