Dabbehhh hélt lífi í sigurvon Þórs Snorri Rafn Hallsson skrifar 10. febrúar 2023 16:31 Síðast þegar liðin mættust var það í Mirage og Þór hafði betur 16–8. Tony tryggði Þór hnífalotuna í Overpass og byrjaði liðið því í vörn. Fyrsta lotan var einföld fyrir Þórsara sem léku vel saman og sköpuðu pláss fyrir Dabbehhh að sækja þrjár fellur. Eftir aðeins þrjár lotur var hann kominn með átta fellur og Þórsarar búnir að taka öll stigin. Risastór þreföld fella frá Viruz minnkaði muninn en Rean og Dabbeehhh svöruðu um hæl fyrir Þór. Allee skapaði sér hvert tækifæri á eftir öðru á meðan Dabbehhh raðaði inn fellunum svo Þórsarar gátu stungið þá af. Herslumuninn, stuðninginn og fellurnar vantaði upp á hjá Blikum svo Þórsarar gátu valtað yfir þá fimm lotur í röð. Breiðablik minnkaði muninn í 8–2 en samhentir leikmenn Þórs gátu stoppað í öll göt og Blikar komust hreinlega ekki fram hjá Allee. Staðan í hálfleik: Þór 13 – 2 Breiðablik Þórsarar fóru sem eldur í sinu um kortið í skammbyssulotunni og lokuðu henni skjótt. Í þeirri næstu kræktu Þórsarar í eina fellu hver til að koma sér í sigurstöðu. Furious hélt lífi í leiknum um stund með þrefaldri fellu á Mag 7 en blóðþyrstir Þórsarar gerðu út um leikinn strax í kjölfarið. Lokastaða: Þór 16 – 3 Breiðablik Þórsarar eiga ennþá möguleika á að vinna deildina en til þess þurfa þeir að vinna Dusty í lokaleiknum og vona að TEN5ION taki Atlantic. Næstu leikir: Breiðablik – Fylkir, þriðjudaginn 14/2 kl. 19:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Breiðablik
Síðast þegar liðin mættust var það í Mirage og Þór hafði betur 16–8. Tony tryggði Þór hnífalotuna í Overpass og byrjaði liðið því í vörn. Fyrsta lotan var einföld fyrir Þórsara sem léku vel saman og sköpuðu pláss fyrir Dabbehhh að sækja þrjár fellur. Eftir aðeins þrjár lotur var hann kominn með átta fellur og Þórsarar búnir að taka öll stigin. Risastór þreföld fella frá Viruz minnkaði muninn en Rean og Dabbeehhh svöruðu um hæl fyrir Þór. Allee skapaði sér hvert tækifæri á eftir öðru á meðan Dabbehhh raðaði inn fellunum svo Þórsarar gátu stungið þá af. Herslumuninn, stuðninginn og fellurnar vantaði upp á hjá Blikum svo Þórsarar gátu valtað yfir þá fimm lotur í röð. Breiðablik minnkaði muninn í 8–2 en samhentir leikmenn Þórs gátu stoppað í öll göt og Blikar komust hreinlega ekki fram hjá Allee. Staðan í hálfleik: Þór 13 – 2 Breiðablik Þórsarar fóru sem eldur í sinu um kortið í skammbyssulotunni og lokuðu henni skjótt. Í þeirri næstu kræktu Þórsarar í eina fellu hver til að koma sér í sigurstöðu. Furious hélt lífi í leiknum um stund með þrefaldri fellu á Mag 7 en blóðþyrstir Þórsarar gerðu út um leikinn strax í kjölfarið. Lokastaða: Þór 16 – 3 Breiðablik Þórsarar eiga ennþá möguleika á að vinna deildina en til þess þurfa þeir að vinna Dusty í lokaleiknum og vona að TEN5ION taki Atlantic. Næstu leikir: Breiðablik – Fylkir, þriðjudaginn 14/2 kl. 19:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti