„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Júlíus Magnússon tók við bikarnum sem fyrirliði þegar Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra. Árið 2021 vann hann tvennuna með liðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira