Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Hús féllu saman, flutningabílar liðuðust í sundur og lausamunir tókust á loft í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Flugsamgöngur lömuðust og fara ekki aftur í gang fyrr en í nótt. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna ofsaveðursins, sem enn á eftir að skella á hluta landsins af fullum þunga. Við förum yfir óveðursdaginn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu. 

Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling.

Fimmtán ára piltur sem bjargaði bróður sínum þegar hann grófst undir snjóflóði í Hveragerði í fyrra segir það hafa verið versta augnablik lífs síns. Hin unga hetja var útnefnd skyndihjálparmaður ársins í dag.

Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem kallar á viðbörgð að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 

Þá hittum við Hafnfirðing sem hefur tekið fugla bæjarins undir sinn verndarvæng í frosthörkum undanfarinna daga og Magnús Hlynur flytur okkur fréttir af íslenskum veitingamönnum á Tenerife. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×