Dagur Arnarsson hefur verið lykilmaður hjá ÍBV síðustu árin en hann er ekki nema 25 ára gamall þrátt fyrir að búa yfir mikilli reynslu. Hann hefur tekið þátt í öllum titlum sem ÍBV hefur unnið á síðustu árum og lék á dögunum sinn 250. leik fyrir félagið. Hann hefur fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikartitlum með ÍBV.
Á tímabilinu hefur Dagur tekið þátt í tuttugu og einum leik með ÍBV sem situr í 8.sæti Olís-deildarinnar en liðið á leiki til góða á liðin fyrir ofan sig en erfiðlega hefur gengið að koma Eyjamönnum til lands að undanförnu eða andstæðingum liðsins til Eyja.