Þýski handboltinn: Gísli Þorgeir frábær og sigur hjá Arnóri Þór í Íslendingaslag Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 16:45 Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg þegar liðið vann góðan sigur á Lemgo í þýska handboltanum. Þá voru þrír Íslendingar í eldlínunni í sannkölluðum Íslendingaslag. Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri. Þýski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri.
Þýski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira