Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 22:35 Tveir heimar mætast í nýjasta myndbandi Geðhjálpar. skjáskot Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is. Geðheilbrigði Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira