Gunnhildur Yrsa: Sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim til Íslands en það gekk mikið á síðustu mánuði hennar með Orlando Pride. Getty/Alex Livesey Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands. Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina. Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina.
Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira