„M-V-Pat, þú veist hvað ég á við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 04:13 Patrick Mahomes með dóttur sína Sterling Skye Mahomes í fanginu eftir sigur Kansas City Chiefs liðsins í Super Bowl í nótt. AP/Brynn Anderson Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, er á góðri leið með að koma sér í hóp þeirra allra bestu sem hafa spilað í NFL-deildinni frá upphafi. Frammistaða hans í nótt er efni í heimildarmynd í framtíðinni og hann hefur nú unnið tvo meistaratitla, tvisvar verið valinn bestur í Super Bowl og tvisvar verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Í nótt leiddi hann 38-35 endurkomusigur Kansas City Chiefs eftir að liðið lenti 24-14 undir fyrir hálfleik og hann meiddist aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. The Mahomes family @PatrickMahomes | @BrittanyLynne pic.twitter.com/hXUppAN9Em— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði af sér og Chiefs sóknin var frábær í seinni hálfleiknum og skilaði alls 24 stigum sem dugði til sigurs. „Hann er MVP (Mikilvægasti leikmaðurinn). Það þarf ekkert að segja neitt meira,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs eftir leikinn. What a moment for the Mahomes family. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/zp6FgS1R4H— NFL (@NFL) February 13, 2023 „M-V-Pat, þú veist hvað ég á við,“ sagði innherjinn Travis Kelce en hann skoraði eitt snertimarka liðsins eftir sendingu frá Mahomes. „Það er ekki hægt að segja það hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið,“ sagði Kelce. Mahomes er enn bara 27 ára gamall og á sín bestu ár eftir. Það bjuggust ekki margir við því að liðið yrði meistari í ár eftir að útherjinn Tyreek Hill flúði til Miami Dolphons en Mahomes sannaði enn á ný hversu einstakur og frábær leikmaður hann er. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Síðasti leikmaðurinn til að vera kosinn sá mikilvægasti í deildinni og fylgja því eftir með því að vinna titilinn var Kurt Warner en það var árið 1999. Þá var Mahomes ekki orðinn fjögurra ára gamall. Mahomes er heldur ekki hættur þegar hann var spurður hvort hann vildi kalla þetta dynasty-lið þá neitaði hann því því verkinu væri ekki lokið. Þeir ætluðu sér meira í framtíðinni. And he s only 27 years old. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/BXFsae4pPW— NFL (@NFL) February 13, 2023 NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Frammistaða hans í nótt er efni í heimildarmynd í framtíðinni og hann hefur nú unnið tvo meistaratitla, tvisvar verið valinn bestur í Super Bowl og tvisvar verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Í nótt leiddi hann 38-35 endurkomusigur Kansas City Chiefs eftir að liðið lenti 24-14 undir fyrir hálfleik og hann meiddist aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. The Mahomes family @PatrickMahomes | @BrittanyLynne pic.twitter.com/hXUppAN9Em— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði af sér og Chiefs sóknin var frábær í seinni hálfleiknum og skilaði alls 24 stigum sem dugði til sigurs. „Hann er MVP (Mikilvægasti leikmaðurinn). Það þarf ekkert að segja neitt meira,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs eftir leikinn. What a moment for the Mahomes family. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/zp6FgS1R4H— NFL (@NFL) February 13, 2023 „M-V-Pat, þú veist hvað ég á við,“ sagði innherjinn Travis Kelce en hann skoraði eitt snertimarka liðsins eftir sendingu frá Mahomes. „Það er ekki hægt að segja það hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið,“ sagði Kelce. Mahomes er enn bara 27 ára gamall og á sín bestu ár eftir. Það bjuggust ekki margir við því að liðið yrði meistari í ár eftir að útherjinn Tyreek Hill flúði til Miami Dolphons en Mahomes sannaði enn á ný hversu einstakur og frábær leikmaður hann er. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Síðasti leikmaðurinn til að vera kosinn sá mikilvægasti í deildinni og fylgja því eftir með því að vinna titilinn var Kurt Warner en það var árið 1999. Þá var Mahomes ekki orðinn fjögurra ára gamall. Mahomes er heldur ekki hættur þegar hann var spurður hvort hann vildi kalla þetta dynasty-lið þá neitaði hann því því verkinu væri ekki lokið. Þeir ætluðu sér meira í framtíðinni. And he s only 27 years old. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/BXFsae4pPW— NFL (@NFL) February 13, 2023
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira