Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:17 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34
Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06