Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 00:09 Mikill fjöldi fólks kom saman og mótmælti í Jerúsalem í dag. Getty/Amir Levy Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu. Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023 Ísrael Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023
Ísrael Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira