Óvæntar staðreyndir um ást og vellíðan Ingrid Kuhlman skrifar 14. febrúar 2023 07:32 Valentínusardagurinn er runninn upp á ný, dagur sem er helgaður ástinni og sveipaður rósrauðum ljóma. Þrátt fyrir það sem kortafyrirtæki, súkkulaðiframleiðendur og blómasalar telja okkur trú um, snýst það að elska um meira en að gefa blóm, konfekt eða Valentínusarkort. Það að finna, deila og gefa ást getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega heilsu okkar, efnafræði heilans og almenna vellíðan. Hér fyrir neðan er listi yfir óvæntar staðreyndir um tengslin milli ástar og vellíðanar. Að finnast maður elskaður í daglegu lífi getur bætt andlega líðan Við höldum oft að langtímasambönd séu eina leiðin til að upplifa raunverulega ást. Rannsóknir Pennsylvania State háskólans benda hins vegar til þess að hversdagsleg augnablik ástar og nándar geti líka veitt okkur fyllingu og haft jákvæð áhrif á almenna vellíðan. Samkvæmt Zita Oravecz, lektor í þróunarsálfræði og fjölskyldufræðum við ofangreindan háskóla, er upplifuð hverdagsleg ást miklu víðtækari en rómantísk ást. Hversdagsleg ást snýst um lítil en þó mikilvæg augnablik umhyggju og tengsla sem við upplifum á hverjum degi. Ástin breytist og það sama á við um efnin í heilanum Rómantísk sambönd fara yfirleitt í gegnum nokkur stig. Að sögn Richard Schwartz, dósents í geðlækningum við Harvard Medical School, er fyrsta árið í rómantísku sambandi frábrugðið árunum þar á eftir. Upphafsstigið einkennist af auknu serótóníni og því að vera heltekinn af annarri manneskju. Þessar tilfinningar minnka smám saman með tímanum. Síðara stigið einkennist af aukinni framleiðslu oxýtósíns, sem er taugaboðefnis sem styrkir tengsl og tengist rólegri og langvarandi ást. Forvitni er lykillinn að því að halda ástinni á lífi Eftir fyrsta stigið breytist neistinn sem einkenndi fyrstu daga sambandsins verulega. Auðveld leið til að tendra eldinn er að halda í forvitnina um makann. Schwartz segir að það sem haldi ástinni á lífi sé að viðurkenna að maður þekki makann ekki fullkomlega og vera áfram forvitinn. Að efla áhugann á makanum getur hjálpað til við að auka nánd og halda loganum logandi. Unsplash Ástin getur verið náttúrulegt verkjalyf Rannsókn fræðimanna við Stanford háskólann bendir til þess að ástríðufull ást geti haft veruleg áhrif á hvernig við upplifum sársauka. Það að horfa á myndir af manneskjunni sem við elskum getur verið verkjastillandi. Sjálfsást er góð fyrir höfuðið og hjartað Í öllu þessu tali um ást er auðvelt að horfa fram hjá mikilvægi þess að elska okkur sjálf. Mikilvægur hluti af sjálfsást er að sýna okkur sjálfum skilning, mildi og umhyggju, t.d. þegar við gerum mistök. Góðvild í eigin garð getur hjálpað okkur við að byggja upp sjálfsálit og seiglu, en að sögn fræðimanna við háskólann í Pittsburgh getur hún líka bætt heilbrigði hjarta og æða. Í rannsókn þeirra á 195 konum á miðjum aldri kom í ljós að þær konur sem skoruðu hærra á sjálfsvinsemdarkvarða voru með minni þrengsli í æðunum og þynnri hálsslagæðaveggi samanborið við þær sem skoruðu lægra á kvarðanum. Svo virðist sem smá sjálfsást getur verndað hjarta okkar. Samband foreldranna getur haft víðtæk áhrif á framtíð okkar Samband foreldra okkar er oft fyrsta sambandið sem við verðum vitni að og það getur mótað sýn okkar og væntingar til framtíðarmaka. Rannsókn frá 2020 við háskólann í Michigan og McGill háskólann bendir til þess að áhrif sambands foreldra okkar sé víðtækt, m.a. þegar kemur að lengd menntunar og tímasetningu eigin hjónabands. Þeir sem áttu foreldra sem voru í traustu og ástríku samband höfðu tilhneigingu til að vera lengur í skóla og giftast síðar á ævinni. Að breyta hugsunum sínum getur breytt tilfinningum til makans Hugsanir okkar eru öflugar, þær geta mótað hvernig við lítum á okkur sjálf, heiminn í kringum okkur og makann. Samkvæmt rannsókn Sandra Langeslag, Ph.D. og lektors í atferlistaugavísindum við háskólann í Missouri, St. Louis, geta jákvæðar hugsanir í garð makans aukið tilfinningar um ást á meðan neikvæðar hugsanir draga úr ást og nánd. Þú gætir viljað drekka í þig sól til að kveikja á rómantíkinni Þegar við hugsum um að skapa rómantískt andrúmsloft hafa hugsanir okkar tilhneigingu til að einblína á notalega kvöldstemmningu. En rannsókn við Tel Aviv háskólann í Ísrael bendir til þess að dagsljós sé besti kosturinn fyrir rómantíkina. Útsetning fyrir útfjólublárri geislun frá sólarljósi eykur rómantíska ástríðu með því að valda losun testósteróns. Það er því hugsanlega betra að fresta kvöldmatardeiti og fara út að ganga á daginn í staðinn. Fögnum degi elskenda, eða eins og Bubbi segir, „Það er gott að elska.“ Höfundur er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er runninn upp á ný, dagur sem er helgaður ástinni og sveipaður rósrauðum ljóma. Þrátt fyrir það sem kortafyrirtæki, súkkulaðiframleiðendur og blómasalar telja okkur trú um, snýst það að elska um meira en að gefa blóm, konfekt eða Valentínusarkort. Það að finna, deila og gefa ást getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega heilsu okkar, efnafræði heilans og almenna vellíðan. Hér fyrir neðan er listi yfir óvæntar staðreyndir um tengslin milli ástar og vellíðanar. Að finnast maður elskaður í daglegu lífi getur bætt andlega líðan Við höldum oft að langtímasambönd séu eina leiðin til að upplifa raunverulega ást. Rannsóknir Pennsylvania State háskólans benda hins vegar til þess að hversdagsleg augnablik ástar og nándar geti líka veitt okkur fyllingu og haft jákvæð áhrif á almenna vellíðan. Samkvæmt Zita Oravecz, lektor í þróunarsálfræði og fjölskyldufræðum við ofangreindan háskóla, er upplifuð hverdagsleg ást miklu víðtækari en rómantísk ást. Hversdagsleg ást snýst um lítil en þó mikilvæg augnablik umhyggju og tengsla sem við upplifum á hverjum degi. Ástin breytist og það sama á við um efnin í heilanum Rómantísk sambönd fara yfirleitt í gegnum nokkur stig. Að sögn Richard Schwartz, dósents í geðlækningum við Harvard Medical School, er fyrsta árið í rómantísku sambandi frábrugðið árunum þar á eftir. Upphafsstigið einkennist af auknu serótóníni og því að vera heltekinn af annarri manneskju. Þessar tilfinningar minnka smám saman með tímanum. Síðara stigið einkennist af aukinni framleiðslu oxýtósíns, sem er taugaboðefnis sem styrkir tengsl og tengist rólegri og langvarandi ást. Forvitni er lykillinn að því að halda ástinni á lífi Eftir fyrsta stigið breytist neistinn sem einkenndi fyrstu daga sambandsins verulega. Auðveld leið til að tendra eldinn er að halda í forvitnina um makann. Schwartz segir að það sem haldi ástinni á lífi sé að viðurkenna að maður þekki makann ekki fullkomlega og vera áfram forvitinn. Að efla áhugann á makanum getur hjálpað til við að auka nánd og halda loganum logandi. Unsplash Ástin getur verið náttúrulegt verkjalyf Rannsókn fræðimanna við Stanford háskólann bendir til þess að ástríðufull ást geti haft veruleg áhrif á hvernig við upplifum sársauka. Það að horfa á myndir af manneskjunni sem við elskum getur verið verkjastillandi. Sjálfsást er góð fyrir höfuðið og hjartað Í öllu þessu tali um ást er auðvelt að horfa fram hjá mikilvægi þess að elska okkur sjálf. Mikilvægur hluti af sjálfsást er að sýna okkur sjálfum skilning, mildi og umhyggju, t.d. þegar við gerum mistök. Góðvild í eigin garð getur hjálpað okkur við að byggja upp sjálfsálit og seiglu, en að sögn fræðimanna við háskólann í Pittsburgh getur hún líka bætt heilbrigði hjarta og æða. Í rannsókn þeirra á 195 konum á miðjum aldri kom í ljós að þær konur sem skoruðu hærra á sjálfsvinsemdarkvarða voru með minni þrengsli í æðunum og þynnri hálsslagæðaveggi samanborið við þær sem skoruðu lægra á kvarðanum. Svo virðist sem smá sjálfsást getur verndað hjarta okkar. Samband foreldranna getur haft víðtæk áhrif á framtíð okkar Samband foreldra okkar er oft fyrsta sambandið sem við verðum vitni að og það getur mótað sýn okkar og væntingar til framtíðarmaka. Rannsókn frá 2020 við háskólann í Michigan og McGill háskólann bendir til þess að áhrif sambands foreldra okkar sé víðtækt, m.a. þegar kemur að lengd menntunar og tímasetningu eigin hjónabands. Þeir sem áttu foreldra sem voru í traustu og ástríku samband höfðu tilhneigingu til að vera lengur í skóla og giftast síðar á ævinni. Að breyta hugsunum sínum getur breytt tilfinningum til makans Hugsanir okkar eru öflugar, þær geta mótað hvernig við lítum á okkur sjálf, heiminn í kringum okkur og makann. Samkvæmt rannsókn Sandra Langeslag, Ph.D. og lektors í atferlistaugavísindum við háskólann í Missouri, St. Louis, geta jákvæðar hugsanir í garð makans aukið tilfinningar um ást á meðan neikvæðar hugsanir draga úr ást og nánd. Þú gætir viljað drekka í þig sól til að kveikja á rómantíkinni Þegar við hugsum um að skapa rómantískt andrúmsloft hafa hugsanir okkar tilhneigingu til að einblína á notalega kvöldstemmningu. En rannsókn við Tel Aviv háskólann í Ísrael bendir til þess að dagsljós sé besti kosturinn fyrir rómantíkina. Útsetning fyrir útfjólublárri geislun frá sólarljósi eykur rómantíska ástríðu með því að valda losun testósteróns. Það er því hugsanlega betra að fresta kvöldmatardeiti og fara út að ganga á daginn í staðinn. Fögnum degi elskenda, eða eins og Bubbi segir, „Það er gott að elska.“ Höfundur er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun