„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:13 Hver er þessi maður þegar hann er ekki að þrasa um kaup og kjör? SIndri Sindrason kannaði málið. Stöð 2 Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi. Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira