Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 12:31 Sigurjón hefur þungar áhyggjur af stöðunni. samsett/Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira