Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:54 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira