Hafði áhyggjur af því að þjálfarinn myndi fá hjartaáfall og deyja á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Guðjón Valur Sigurðsson og Nikolaj Jakobsen fallast í faðma eftir leik árið 2019. Photo by Michael Deines/picture alliance via Getty Images Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fer ýtarlega yfir feril sinn á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í grein sem birtist fyrr í dag. Þar minnist hann meðal annars tíma síns hjá Rhein-Neckar Löwen þegar Daninn Nikolaj Jakobsen stýrði liðinu. Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“ Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti