Karólína Lea: Það var ömurlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 10:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir síðasta landsleik sinn sem var á móti Frakklandi í júlí í fyrra. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt á ný í íslenska kvennalandsliðið og mun í dag spila sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. „Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira