Brenndu banka i Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 15:33 Frá mótælunum í Beirút í morgun. EPA/WAEL HAMZEH Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð. Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt. Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt.
Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52
Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42