Bl1ck var banabiti TEN5ION Snorri Rafn Hallsson skrifar 17. febrúar 2023 15:00 Það er skemmst frá því að segja að leikur Dusty og Ármanns frá því í byrjun janúar var dæmdur ógildur af mótastjórn Ljósleiðaradeildarinnar og því þurfti að endurtaka hann. Með sigri kæmist Dusty í 28 stig áður en liðið mætti Þór síðar um kvöldið. Ásamt Atlantic voru þessi lið jöfn með 26 stig. Dusty hafði séns á að sækja sér 4 í kvöld. Þór og Atlantic aðeins 2. Til að Atlantic gæti unnið deildina urðu þeir því að vinna TEN5ION og treysta á að Dusty tapaði öðrum leik kvöldsins. Síðast þegar TEN5ION og Atlantic tókust á var það í Ancient og hafði Atlantic betur 16–10. Í þetta skiptið mættust liðin í Nuke. TEN5ION vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. RavlE endaði einn gegn fjórum í skammbyssulotunni og tókst að fella CaPPiNg! áður en Pressi tók hann út. Næsta lota var gallalaus hjá TEN5ION en Atlantic kom sprengjunni loks fyrir í þriðju lotu og unnu hana. Atlantic komst svo í 3–2 og eftir leiðinleg mistök frá Pressi þar sem hann felldi liðsfélaga sinn gat Atlantic komist í þriggja stiga forskot. TEN5ION hélt þó í þá og öflugt sprey skilaði Tight fjórfaldri fellu til að jafna leikinn. Efnahagurinn var aftur á móti orðinn tæpur og Atlantic tók forystuna á ný. Bl1ck hafði verið öflugur að opna lotur fyrir Atlantic á meðan Tight var atkvæðamestur hjá TEN5ION. Staðan í hálfleik: TEN5ION 7 – 8 Atlantic TEN5ION hóf síðari hálfleikinn á að koma sprengjunni fyrir og jafna leika en Atlantic svaraði um hæl. Liðin skiptust á lotum, voru bæði svolítið blönk og tókst hvorugu að ná almennilegum tökum á hinu liðinu. TEN5ION tókst að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur og komast yfir þar sem Sveittur, Moshii og Pressi komust vel í gang. Þar sem Atlantic hafði ekki efni á að kaupa sér búnað gátu þeir ekki stillt upp í sínar venjulegu aðgerðir. Í stöðunni 12–10 átti CaPPiNg! virkilega mikilvægar fellur til að krækja í þrettánda stigið og tæma bankareikning Atlantic algjörlega. Atlantic var komið með bakið upp við vegg og þurfti nauðsynlega að vinna lotur með marga menn á lífi. Það hafðist í 25. lotu til að minnka muninn í 14–11. Sveittum mistókst að koma sprengjunni fyrir í lotunni þar á eftir þar sem gekk óvart í bensínsprengju og Atlantic hafði möguleika á að koma sér aftur almennilega inn í leikinn eftir að hafa nýtt sér það. Pressi var einn gegn fimm í 28. lotu sem Atlantic vann til að jafna í 14–14. Leikmenn Atlantic gátu bakkað hvorn annan upp þegar þeir lentu í vandræðum til að næla sér í 15. stigið. Bl1ck og Ravle gerðu svo út um leikinn í 30. lotu og Atlantic átti því enn séns á að vinna deildina. Lokastaðan: TEN5ION 14 – 16 Atlantic Dusty vann Ármann í leiknum sem fram fór á sama tíma. Því þurfti Atlantic að treysta á að Þór myndi vinna Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Það er skemmst frá því að segja að leikur Dusty og Ármanns frá því í byrjun janúar var dæmdur ógildur af mótastjórn Ljósleiðaradeildarinnar og því þurfti að endurtaka hann. Með sigri kæmist Dusty í 28 stig áður en liðið mætti Þór síðar um kvöldið. Ásamt Atlantic voru þessi lið jöfn með 26 stig. Dusty hafði séns á að sækja sér 4 í kvöld. Þór og Atlantic aðeins 2. Til að Atlantic gæti unnið deildina urðu þeir því að vinna TEN5ION og treysta á að Dusty tapaði öðrum leik kvöldsins. Síðast þegar TEN5ION og Atlantic tókust á var það í Ancient og hafði Atlantic betur 16–10. Í þetta skiptið mættust liðin í Nuke. TEN5ION vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. RavlE endaði einn gegn fjórum í skammbyssulotunni og tókst að fella CaPPiNg! áður en Pressi tók hann út. Næsta lota var gallalaus hjá TEN5ION en Atlantic kom sprengjunni loks fyrir í þriðju lotu og unnu hana. Atlantic komst svo í 3–2 og eftir leiðinleg mistök frá Pressi þar sem hann felldi liðsfélaga sinn gat Atlantic komist í þriggja stiga forskot. TEN5ION hélt þó í þá og öflugt sprey skilaði Tight fjórfaldri fellu til að jafna leikinn. Efnahagurinn var aftur á móti orðinn tæpur og Atlantic tók forystuna á ný. Bl1ck hafði verið öflugur að opna lotur fyrir Atlantic á meðan Tight var atkvæðamestur hjá TEN5ION. Staðan í hálfleik: TEN5ION 7 – 8 Atlantic TEN5ION hóf síðari hálfleikinn á að koma sprengjunni fyrir og jafna leika en Atlantic svaraði um hæl. Liðin skiptust á lotum, voru bæði svolítið blönk og tókst hvorugu að ná almennilegum tökum á hinu liðinu. TEN5ION tókst að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur og komast yfir þar sem Sveittur, Moshii og Pressi komust vel í gang. Þar sem Atlantic hafði ekki efni á að kaupa sér búnað gátu þeir ekki stillt upp í sínar venjulegu aðgerðir. Í stöðunni 12–10 átti CaPPiNg! virkilega mikilvægar fellur til að krækja í þrettánda stigið og tæma bankareikning Atlantic algjörlega. Atlantic var komið með bakið upp við vegg og þurfti nauðsynlega að vinna lotur með marga menn á lífi. Það hafðist í 25. lotu til að minnka muninn í 14–11. Sveittum mistókst að koma sprengjunni fyrir í lotunni þar á eftir þar sem gekk óvart í bensínsprengju og Atlantic hafði möguleika á að koma sér aftur almennilega inn í leikinn eftir að hafa nýtt sér það. Pressi var einn gegn fimm í 28. lotu sem Atlantic vann til að jafna í 14–14. Leikmenn Atlantic gátu bakkað hvorn annan upp þegar þeir lentu í vandræðum til að næla sér í 15. stigið. Bl1ck og Ravle gerðu svo út um leikinn í 30. lotu og Atlantic átti því enn séns á að vinna deildina. Lokastaðan: TEN5ION 14 – 16 Atlantic Dusty vann Ármann í leiknum sem fram fór á sama tíma. Því þurfti Atlantic að treysta á að Þór myndi vinna Dusty.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti