Tiger gaf Thomas túrtappa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 09:31 Það fór vel á með Tiger Woods og Justin Thomas á mótinu sem Tiger sjálfur heldur, The Genesis Invitational, í gær. Getty/Cliff Hawkins Tiger Woods olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum á fyrsta hring The Genesis Invitational mótsins í golfi. Gjöf sem hann gaf Justin Thomas á hringnum vakti þó mesta athygli. Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira