„Það á enginn þetta skilið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 19:15 Systkinin Sigurrós Yrja Jónsdóttir og Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Aðsend Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta. Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17