Ribe-Esbjerg mátti þola tap í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Arnar Birkir Hálfdánsson spila með liðinu. Þá áttu Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir góða leiki í Þýskalandi.
Ribe-Esbjerg mætti Skjern í dag og mátti þola sex marka tap, lokatölur 32-26 Skjern í vil. Það verða því Skjern og GOG sem mætast í úrslitum en Ribe-Esbjerg mætir Bjerringbro/Silkeborg í bronsleik bikarkeppninnar.
Elvar skoraði fjögur mörk í leik dagsins ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Var hann með betri mönnum Íslendingaliðsins. Ágúst Elí varði fimm skot og skoraði eitt mark sjálfur á meðan Arnar Birkir komst ekki á blað.
Díana Dögg var í eldlínunni með liði sínu Sachsen Zwickau í þýsku úrvalsdeildinni. Skoraði hún sex mörk og gaf eina stoðsendingu í 27-27 jafntefli liðsins við Wildungen. Díana Dögg og stöllur eru í 10. sæti með 10 stig að loknum 15 leikjum.