„Erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára svona leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2023 22:35 Rúnar Ingi Erlingsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur. „Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
„Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni