Fótbolti

Adam Ingi sneri aftur eftir fjölda höfuð­högga á síðasta ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Ingi kom inn af bekknum.
Adam Ingi kom inn af bekknum. Gautaborg

Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson kom inn af bekknum þegar Gautaborg vann 3-2 sigur á Utsikten í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Hann hafði verið frá vegna fjölda höfuðhögga á síðasta ári.

Adam Ingi, sem í dag spilar með hjálm vegna höfuðhögganna sem hann hefur fengið, hóf leik dagsins á varamannabekknum en þegar 38 mínútur voru liðnar þurfti markvörðurinn Pontus Dahlberg að koma af velli vegna meiðsla. Staðan þá 1-1 en Gautaborg hafði bætt við tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks og svo gott sem tryggt sæti sitt í næstu umferð.

Gestirnir í Utsikten minnkuðu muninn seint í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna metin og því lauk leiknum með 3-2 sigri Gautaborgar. Adam Ingi og félagar því komnir áfram í næstu umferð.

Valgeir Valgeirsson og félagar í Örebro eru einnig komnir áfram en liðið vann 2-1 útisigur á Brommapojkarna í kvöld. Valgeir spilaði 77 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×