Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 06:30 Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira