Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 14:36 Magnús Már ætlar að passa vel upp á myndina þegar hann fær hana aftur. Vísir/Aðsend/Facebook „Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana. Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“ Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“
Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira