Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 16:21 Vladimír Pútín og Xi Jinping, forseta Rússlands og Kína, þann 4. febrúar í fyrra, nokkrum vikum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast. Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast.
Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira