Sex látin í árásum Rússa í Kherson Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 06:37 Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti segir ljóst að árásir Rússa í Kherson hafi engan hernaðarlegan tilgang heldur væri sá að skapa ótta meðal íbúa. AP Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19