Orðið er frjálst Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. febrúar 2023 08:57 Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Bókmenntir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun