Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Atli Ísleifsson, Kristín Ólafsdóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 22. febrúar 2023 09:11 Breska leikkonan Hannah Waddingham, sem þekkt er úr þáttunum Ted Lasso, er í hópi kynnanna á Eurovision. EPA Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra. Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra.
Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40